ish.is

english

Íþróttahöllin í Laugardal, Laugardalshöllin eða Höllin eins og hún er nefnd í daglegu tali er um 6.500 m² íþrótta-, tónleika-, sýningar- og ráðstefnuhöll í Laugardalnum í Reykjavík. Laugardalshöll er eitt stærsta íþrótta- og tónleikahús landsins og hefur í gegnum tíðina hýst ýmsa stórviðburði eins og tónleika Led Zeppelin 1970, skákeinvígi Fischers og Spasskíjs 1972, Heimsmeistaramótið í handbolta 1995, Eagles tónleika árið 2011 svo eitthvað sé nefnt. Í Laugardalshöll hafa auk þess oft verið haldnar stórar vörusýningar, svo sem heimilissýningarnar og atvinnuvegasýningar af ýmsu tagi.

Laugardalshöllin var teiknuð af Gísla Halldórssyni og Skarphéðni Jóhannessyni arkitektum árið 1959 og reist af Reykjavíkurborg og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Hún var vígð 6. desember árið 1965 en fyrsti íþróttaleikurinn sem þar fór fram var leikur úrvalsliðs Reykjavíkur í handbolta gegn Baník Karviná frá Tékkóslóvakíu 4. desember 1965.

Árið 2005 var hafist handa við að reisa 9.500 m² fjölnota sal, til frjálsíþrótta- og tónleikaaðstöðu auk ráðstefnuaðstöðu sem tengdist við Laugardalshöllina. Þessi nýi frjálsíþróttasalur er besta innanhúsaðstaða landsins en þar eru einnig haldnir stærri tónleikar og sýningar.  

Sigurgeir Guðmannsson var framkvæmdastjóri ÍBR og fyrsti starfsmaður  Laugardalshallarinnar en hann starfaði frá 1965-1969.  Eftir honum tók við Höskuldur Goði Karlsson (1969-1971).  Árin 1971-1997 var Gunnar Guðmundsson (Nunni) framkvæmdastjóri hallarinnar.  Við hans hlutverki tók Jónas Kristinsson og var hann framkvæmdastjóri til ársins 2006. Óli Öder Magnússon var framkvæmdastjóri á árunum 2006-2016. Birgir Bárðarson er starfandi framkvæmdastjóri en hann tók við stöðunni árið 2016. Áðurnefndur Sigurgeir setti niður á blað áhugaverða forsögu og byggingarsögu hallarinnar sem lesa má hér!

 

Picture3

 
ITR logo isi  ibr hsi Fri  bli  

kki

midi

 

Þú ert hér: