ish.is

english

Laugardalshöllin hentar einstaklega vel til rástefnuhalds og sýninga.  Hvort sem um er að ræða sýningu yfir langan tíma með tugþúsundir gesta eða litla sýningu í stuttan tíma fyrir boðsgesti.   Fjöldi sala af mismunandi stærð ásamt góðu aðgengi húsið að frábærum kosti auk sveigjanleika í útfærslu á veitingamálum. Margar fjölsóttar sýningar hafa verið haldnar í Höllinni, svo sem:

●  Iceland Airwaves Music Festival  ●  Ráðherrafundur Nato í Reykjavík  ●  Reykjavik Arts Festival  ●  CCP Fan Fest  ● 

Skákmeistareinvígið 1972   ●  Ferðasýning Icelandair   ●  Golf á Íslandi   ●  Sjávarútvegssýningar  ●  Odair Art Fest ● 

Landsfundur stjórnamálaflokka  ●  Sumarhúsið og garðurinn  ●  Verk og vit  ●  Tækni og Tölvur ●

Í Laugardalshöll eru tveir stórir salir til sýninga og ráðstefnuhalds auk fjölda smærri sala:  

  • A-salur sem tekur 3186 manns í sæti.  Hægt er að raða salnum upp á óteljandi mismunandi vegu hvort sem er fyrir sýningu, ráðstefnu eða bland af hvoru tveggja.for syningar
  • B-salur tekur rúmlega 5000 gesti í sæti og um 11.000 standandi gesti sem gefur mjög mikla möguleika á mismunandi uppröðun og hefur rými fyrir stóra bása.

Aðkoma að húsinu og bílastæði eru til fyrirmyndar, sjá hér!   Bílastæði eru ókeypis við Laugardalshöll.

Salernisaðstaða og aðstaða til veitingasölu er eins og best verður á kosið.  Vegna fjölda innganga hentar húsið mjög vel til miðasölu og gott að stýra umferð um svæðið.   Gott útisvæði er fyrir aftan húsið sem eykur möguleika sýningahaldara til flóknari útfærslna

 
Þú ert hér: