Frægasta skák einvígi sögunar hófst formlega 1. júlí árið 1972 í Laugardalshöllinni.  Þá tefldi Fisher gegn Boris Spassky og sigraði og var krýndur nýr heimsmeistari í skák.

Þetta var í fyrsta skipti síðan 1948 sem skákmaður utan Sovétríkjanna hafði unnið sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn.

Opnunarhátíðin var áætluð í Reykjavík þann 1. júlí 1972 en á þeim degi var  Robert Fisher ekki staddur á Íslandi.    Fisher hafði ekki undurritað nein skjöl um þátttöku og krafðist þess að verðlaunaféð fyrir sigurvegarann yrði hækkað frá þeim 125.000 dollurum og eins takmörkun á sjónvarpsmyndavélum. Fisher var þó kominn til Reykjavíkur 4. júlí og bað hann Spassky, Max Euwu Forseta FIDE og mótshaldara afsökunar á því að missa af setningarathöfninni.

  • Fyrsta raunverulega skákin hófst 11. júlí og við upphaf mótstíma setti skákdómarinn Lothar Schmid klukkuna af stað og Spassky lék 1.d4, en Fisher var hvergi sjáanlegur í Laugardagshöll.  Sjö langar mínútur liðu þar til Fisher var mættur. Hann tók í hönd Spasskys og settist  að tafli. Skákeinvígi aldarinnar hafði loksins hafist.  Á 29 leik, í jafnteflisstöðu náði Fisher eitruðu peði og skildi biskup eftir í gildru. Leikur sem flestir sterkir skákmenn hefðu hafnað samstundis.   Fisher missti svo af jafnteflisleik og í annarri hrinu daginn eftir yfirgaf hann mótsvæðið í 30 mínútur til að mótmæla nærveru sjónvarpsmyndavéla, þegar hann kom aftur gaf hann leikinn eftir 56. leik.
  • Þá um kvöldið sendi Fred Cramer starfsmaður Bandaríska Skáksambandsins bréf til Schmid og krafðist þess að sjónvarpsmyndavélar yrðu fjarlægðar og að áhorfendum ekki leyft að sitja á fremstu röðum í salnum. Chester Fox Bandarískur viðskiptajöfur sem hafði tryggt sér sjónvarpsréttinn mótmælti sagði að myndavélarnar væru nauðsynlegar til að fjármagna keppnina.
  • 13. júlí þegar klukkan var sett í gang var Fisher hvergi sjáanlegur og Fox sættist á að myndavélarnar yrðu fjarlægðar fyrir þennan leik.  Fischer samþykkti að tefla ef klukkan yrði still upp á nýtt. Schmid neitaði og eftir klukkustunda dæmdi hann leikinn tapaðan fyrir Fisher.
  • Þvert á  væntingar þá yfirgaf Fisher ekki Ísland eftir þessa uppákomu. Var það símtalið frá Henry Kissinger sem hann fékk, eða fjöldi símhringinga og skeyta frá aðdáendum um allan heim?
  • Einvígið hélt áfram 16. júlí.
  • Þriðja skákin markaði tímamót og var það í fyrsta skipti sem Fisher vann Spassky.
  • Í fjórðu skák voru báðir mættir, en engar sjónvarpsvélar. Spassky hóf leik með harðri sókn en Fisher varðist vel og skákin endaði með jafntefli.  Fischer vann fimmtu skákina með klókri fléttu og staðan í einvíginu var orðin jöfn.
  • Í skák 6 lék Fisher nokkuð óvænt drottningar peði fram. Skákin hélt áfram í Tartakover útfærslu, sem Spassky hafði aldrei tapað en þessi skák endaði með glæsilegum sigri hvíts (Fischer). Eftir skákina slóst Spassky í lið með 1500 áhorfendum sem hylltu Fisher.  Með þrjá sigra í síðust fjórum skákum var Fisher kominn á sigurbraut.
  •   Skák 7 endaði með jafntefli  og þegar í áttundu skák kom sætti Fisher sig við sjónvarpsmyndavélar með því skilyrði að þær væru í að minnsta kosti 45 metra fjarlægð.
  • Í fimmtánda leik 8. skákar missti Spassky af skiptum og hvort sem það var af klaufaskap eða fórn, þá tapaði hann skákinni.
  • Í stöðunni 5-3, tók Spassky hlé fyrir níundu skák. Þegar skákin hófst þann 1. ágúst var orðið ljóst að Spassky var farinn að bugast undan stöðugum andlegum þrýstingi frá Fisher bæði utan sem innan skáktaflsins.  Eftir hvern leik stóð Spassky upp og fór afsíðis. Skákinn var stutt og endaði með jafntefli eftir 29 leiki.  William Lombardy aðstoðarmaður Fischers  sagði seinna að hann hefði aldrei skilið þolinmæðina í Spassky yfir framferði Fischers, þó að ekki væri fyrir nema eina skák.
  • Þegar Sovétmenn sáu að skákstjarna þeirra væri að tapa, gerðu þeir tilraun til að kalla hann aftur til Moskvu. En hann hafnaði því.
  • Fischer vann tíndu skákina en í  skák 11 náði Spassky að minnka bilið í 6 1/2 gegn 4 ½.
  • Eftir erfitt jafntefli í tólftu skák vann Fisher þá þrettándu  og skákum 14 – 20 luku öllum með jafntefli.  Í sextándu skák kvartaði Fischer aftur undan hávaða frá áhorfendum en þrjár fremstu raðirnar voru þó auðar.
  •  Efim Geller aðstoðarmaður Spasskys  sakaði Fischer um óeðlilegar og óhefðbundnar aðferðir til að trufla einbeitingu Spasskys. Þá um nóttina leitaði íslenska lögreglan að rafbúnaði á keppnissvæðinu sem gæti truflað, en fundu aðeins tvær dauðar flugur í ljósabúnaði og eina mús.
  • Með 11 1/2 vinning gegn 8 1/2, þurfti Fischer sigur í skák 21 til að sigra og í jafnri stöðu klúðraði Spassky tvisvar í endatafli og var með tapaða stöðu er skákin fór í bið.

Daginn eftir gaf Spassky skákina með símtali. Í fyrstu neitaði Fischer að samþykkja lögmæti þess og vildi vinna á hefðbundnu stigaspjaldi árituðu af mótherjanum.

Að lokum samþykkti hann og þann 1. september var einvíginu lokið. Sigur Bobby Fishers markaði endalok 24 ára einokun Sovétmanna á heimsmeistaratitlinum.

Við erum

Íþrótta- og sýningahöllin hf.
Engjavegi 8 – 104 Reykjavík
585 3300
ish@ish.is

kt. 481200-3340