Íþrótta og sýningahöllin hf. er rekstraraðili Laugardalshallarinnar sem er vettvangur fyrir íþrótta-, tónlistar- og menningarlíf sem og hverskonar ráðstefnur, fundi og sýningar.

  • Laugardalshöllin tekur á móti miklum fjölda gesta á hverju ári og er umhugsað um meðferð persónuupplýsinga gesta sinna og hefur því sett sér eftirfarandi persónuverndarstefnu.
  • Stefnan er höfð aðgengileg hér á vefnum og allt kapp hefur verið lagt á að útskýra vinnslu persónuupplýsinga á einfaldan og hnitmiðaðan hátt.
  • Stefna þessi tekur mið af lögum nr. 90./2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlaga) og reglugerð (ESB) 2016/679 ásamt reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Stefnan var samþykkt á stjórnarfundi 8. mars 2023.