Fræðsla vegna eftirlitsmyndavéla í Laugardalshöll

Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er Íþrótta- og sýningarhöllin hf. (eftirleiðis „ÍSH“), netfang: ish@ish.is, símanúmer: 585 3300.

Persónuverndarfulltrúi: Framkvæmdastjóri ÍSH hf. – voktun@ish.is

Tilgangur rafrænnar vöktunar í Laugardalshöll er að varna því að eignir Laugardalshallar séu skemmdar og að farið sé um byggingar eða aðrar eigur í leyfisleysi og til að stuðla að öryggi á þessum svæðum. Þá er rafræn vöktun hluti af öryggis- og rýmingaráætlun á viðburðum sem haldnir eru í húsnæðinu.

Vöktunin fer fram til að gæta lögmætra hagsmuna ÍSH af öryggis- og eignavörslu.

Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.

Allt myndefni er aðgengilegt ÍSH sem hefur umsjón með framkvæmd vöktunarinnar. Eingöngu er heimilt að miðla persónuupplýsingum sem verða til við rafræna vöktun í eftirfarandi tilvikum:

  1. hinir skráðu samþykkja það;
  2. upplýsingarnar varða slys eða meintan refsiverðan verknað og eru afhentar lögreglu;
  3. mælt er fyrir um miðlun upplýsinganna í lögum;
  4. upplýsingarnar eru nauðsynlegar einum eða fleiri hinna skráðu til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja, t.d. þegar tryggingafélag tekur afstöðu til bótaskyldu;
  5. ákvörðun Persónuverndar um að heimila miðlun upplýsinganna liggur fyrir.

Myndefni er varðveitt í 30 daga og er síðan eytt. Þó geta upptökur verið varðveittar lengur sé það nauðsynlegt til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja. Ef myndefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum af efninu eytt.

Réttindi einstaklinga: Þú átt rétt á að skoða myndefni þar sem þú sést. Einnig áttu rétt á að fá aðgang að slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttindi þín samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.

Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum.

 

*In English
Education regarding the use of surveillance cameras in Laugardalshöll

The person responsible for the inspection is the Sports and Exhibition Hall hf. (hereinafter „ÍSH“), email: ish@ish.is, phone: 585 3300.

Data Protection Officer: Managing Director of ÍSH hf. – voktun@ish.is

The purpose of electronic monitoring in Laugardalshöll is to prevent damage to Laugardalshöll’s property and unauthorized access to buildings or other property and to promote safety in these areas. Electronic monitoring is also part of the security and evacuation plan for events held on-site.

The monitoring is carried out to protect ÍSH’s legitimate interests in security and asset custody.

We work with footage that is created during the monitoring, where you can see individuals who have passed through the monitored area and their activities.

All footage is available to ÍSH, which oversees the implementation of the monitoring. Personal information generated during electronic monitoring may only be shared in the following cases:

  1. The registered accepts  it;
  2. The information relates to an accident or alleged criminal act and is provided to the police;
  3. The dissemination of the information is prescribed by law;
  4. The information is necessary for one or more of the registered parties to define, present or defend a claim due to a court case or other such legal requirements, e.g. when an insurance company takes a position on liability;
  5. The Data Protection Authority’s decision to authorize the sharing of the information is available.

The footage is stored for 30 days and then deleted. However, recordings can be preserved longer if a claim must be defined, presented, or defended due to a court case or other such legal requirements. If the footage is handed over to the police, other copies of the footage will be destroyed.

Individual rights: You have the right to view footage where you can be seen. You also have the right to access such footage provided that it does not infringe on the rights and freedoms of others. In other respects, your rights according to III. chapter of law no. 90/2018 on personal protection and processing of personal information, cf. further provisions in III. chapter of Regulation (EU) 2016/679.

Those who are subject to electronic monitoring have the right to file a complaint with the Personal Protection Agency if they believe that the processing of their personal information is contrary to the Personal Protection Act.