Tónleikar

Viðburðahald

Höllin - Salur A

Þegar kemur að viðburðahaldi býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta aðstöðu og margþættar útfærslur fyrir tónleikahald. Hver viðburður er unninn í samvinnu við viðburðahaldara og aðlagaður að þörfum hvers og eins.

Tæknileg aðstoð og útfærsla á hljóði og lýsingu er unnin með tæknifyrirtækjum og viðburðahaldara hverju sinni.

Höllin tekur á móti 5.000 tónleikagestum ef um standandi tónleika er að ræða, meðtalið 1.283 gestir í stúku. Ef um sitjandi tónleika er að ræða er hægt að raða um 1.700 stólum á gólfið að auki við sætin í stúkunni.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála Íþrótta og sýningahallarinnar.

Viðburðahald

Frjálsíþróttahöllin - Salur B

Þegar kemur að viðburðahaldi býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta aðstöðu og margþættar útfærslur fyrir tónleikahald.

Hver viðburður er unninn í samvinnu við viðburðahaldara og aðlagaður að þörfum hvers og eins.

Tæknileg aðstoð og útfærsla á hljóði og lýsingu er unnin með tæknifyrirtækjum og viðburðahaldara hverju sinni.

Frjálsíþróttahöllin tekur á móti 10.000 standandi tónleikagestum, þar er engin stúka en útfærsla er möguleg fyrir allt að 5.000 sitjandi tónleikagesti.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála Íþrótta og sýningahallarinnar.

Viðburðahald

Aðrir salir - Salir 1.2.3 & 4

Þegar kemur að viðburðahaldi býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta aðstöðu og margþættar útfærslur fyrir tónleikahald. Hver viðburður er unninn í samvinnu við viðburðahaldara og aðlagaður að þörfum hvers og eins.

Tæknileg aðstoð og útfærsla á hljóði og lýsingu er unnin með tæknifyrirtækjum og viðburðahaldara hverju sinni.

Salir 1, 2, 3 og 4 koma til greina fyrir litla tónleika, allt frá 80 – 300 sitjandi tónleikagesti.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála Íþrótta og sýningahallarinnar.

Heyrðu í okkur ef þig
langar að halda tónleika í Höllinni !