Sýningar, ráðstefnur, veislur & viðburðir

Viðburðahald

Sýningar

Þegar kemur að viðburðahaldi býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta aðstöðu og margþættar útfærslur fyrir sýningar, bæðir stórar og smáar.

Aðstaðan í Laugardalshöll er eftirsóknarverð þegar kemur að fjölbreyttu viðburðahaldi þar sem Laugardalshöll er fjölnota íþrótta og sýningahöll og er flaggskip húsa þegar kemur að tónleikahaldi, ráðstefnum og sýningum en húsið rúmar allt að 11.000 manns í einu.

Laugardalshöll býður uppá möguleika fyrir stóra og smáa viðburði því auk stóru salanna tveggja, Hallarinnar og Frjálsíþróttahallarinnar eru fjórir salir sem henta fyrir ýmsa viðburði. Salirnir fjórir bjóða uppá hljóðkerfi fyrir talað mál og skjávarpa, uppröðun í sal er útfærsluatriði og unnin og aðlöguð að þörfum viðburðar hverju sinni. Við útfærslu á sýningum og viðburðum er þörf á tækniþjónustu sem unnin er sérstaklega með tæknifyrirtækjum og viðburðahaldara.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning (dæmi um samning) í hendurnar frá Íþrótta og sýningahöllinni til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála.

Viðburðahald

Ráðstefnur & fundir

Þegar kemur að viðburðahaldi býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta aðstöðu og margþættar útfærslur fyrir ráðstefnur og fundi.

Aðstaðan býður uppá möguleika fyrir fundi og ráðstefnur af öllum stærðargráðum því auk stóru salanna tveggja, eru fjórir salir sem hafa að bjóða hljóðkerfi fyrir talað mál og skjávarpa, uppröðun í sal er útfærsluatriði og unnin og aðlöguð að þörfum viðburðar hverju sinni. Við útfærslu á ráðstefnum og fundum er þörf á tækniþjónustu sem unnin er sérstaklega með tæknifyrirtækjum og viðburðahaldara.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning (dæmi um samning) í hendurnar frá Íþrótta og sýningahöllinni til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála.

Viðburðahald

Veislur & viðburðir

Þegar kemur að viðburðahaldi býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta aðstöðu og margþættar útfærslur fyrir veisluhald og ýmsa aðra viðburði.

Aðstaðan býður uppá möguleika fyrir litla sem stóra viðburði því auk stóru salanna tveggja, Hallarinnar og Frjálsíþróttahallarinnar eru fjórir salir sem henta fyrir ýmsa viðburði af öllum stærðum og gerðum. Við útfærslu á veislum og viðburðum er þörf á tækniþjónustu sem unnin er sérstaklega með tæknifyrirtækjum og viðburðahaldara.

Höllin – Salur A tekur allt að 600 gesti við sitjandi borðhald en Frjálsíþróttahöllin – Salur B tekur allt að 2.300 gesti við sitjandi borðhald.

Aðrir salir, 1.2.3 & 4 taka á móti 50 – 300 gestum við sitjandi borðhald og hafa að bjóða hljóðkerfi fyrir talað mál og skjávarpa.

Uppröðun í sal hverju sinni er útfærsluatriði og unnin og aðlöguð að þörfum viðburðar hverju sinni. Frekari útfærsla er unnin með viðburðahaldara.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar frá Íþrótta og sýningahöllinni til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála.

Heyrðu í okkur ef þú ert með hugmynd að sýningu eða ráðstefnu!