Íþróttagreinar, Íþróttaviðburðir & tímaúthlutanir

Viðburðahald

Íþróttagreinar

Þær íþróttagreinar sem eru að öllu jöfnu stundaðar í Laugardalshöll eru handbolti, körfubolti, blak og frjálsar íþróttir.

Frekari upplýsingar um æfingatöflur félaganna er að finna á vef frístundar www.fristund.is

Leitað að íþróttamannvirki slegið inn Laugardalshöll.

Viðburðahald

Íþróttaviðburðir

Þegar kemur að íþróttaviðburðum býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta keppnis og æfinga-aðstöðu fyrir íþróttaviðburði af ýmsum toga. Hver viðburður er unninn í samvinnu við viðburðahaldara og aðlagaður að þörfum hvers og eins.

Fyrir íþróttaviðburði íþróttagreina sem heyra undir starfsemi ÍSÍ ber viðburðahaldara að hafa samband við ÍBR um bókun á viðburðadegi.

Fyrir þær íþróttagreinar sem heyra ekki undir starfsemi ÍSÍ ber viðburðahaldara að hafa samband við verkefnastjóra Íþrótta og sýningahallarinnar um bókun á viðburðadegi.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar frá Íþrótta og sýningahöllinni til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála, hvort heldur sem um ræðir viðburð sem heyrir undir eða utan starfsemi ÍSÍ.

Viðburðahald

Tímaúthlutun

Þegar kemur að íþróttaviðburðum býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta keppnis og æfinga-aðstöðu fyrir íþróttir af ýmsum toga.

Fyrir tímaúthlutun skal hafa samband við ÍBR sem sér um tímaúthlutun til æfinga í Laugardalshöll yfir tímabilið 1. sept til 30. apríl.

Netfangið er ibr@ibr.is

Frekari upplýsingar og spurningar má senda á netfangið ish@ish.is

Liggur þér eitthvað á hjarta ?