Verklagsreglur um rafræna vöktun öryggismyndavéla
Íþrótta- og sýningahöllin hf. ( eftirleiðis „ÍSH“) hefur sett sér eftirfarandi reglur um rafræna vöktun með öryggismyndavélum. ÍSH hefur það að markmiði að tryggja í hvívetna áreiðanleika, trúnað og öryggi allra persónuupplýsinga sem unnið er með. Verklagsreglur ÍSH fylgir persónuverndarstefnu í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlaga) og reglugerð (ESB) 2016/679 ásamt reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun.
ÍSH leggur áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.