- gr.
Skoðun myndefnis sem fæst með rafrænni vöktun
Eingöngu skal skoða myndefni sem verður til við rafræna vöktun ef upp koma atvik sem varða öryggi einstaklinga, slys, þjófnað eða eignaspjöll.
Framkvæmdastjóri ÍSH skal einn hafa aðgang til skoðunar á myndefni og skal sá aðgangur varinn með aðgangsstýringu og leyniorði. Starfsmenn skulu skrifa undir trúnaðar- og þagnarskylduyfirlýsingu vegna starfa sinna.
Skrásetja skal skoðun á uppteknu efni og skal ávallt liggja fyrir málsnúmer lögreglu við afrit efnis úr rafrænum öryggismyndavélum.
Sá sem sætt hefur vöktun getur átt rétt til að skoða upptökur, sem verða til af þeim sjálfum við vöktunina, enda standi hagsmunir annarra því ekki í vegi. Slíka beiðni má hvort sem heldur setja fram munnlega eða skriflega. Gögn skulu þá skoðuð og gengið úr skugga um að upptaka sé af aðila. Ef svo er þá er honum heimilað að skoða efnið eigi síðar en innan eins mánaðar frá móttöku erindis. Komi upp ágreiningur má vísa honum til úrlausnar Persónuverndar.
Ef skoðun á myndefni leiðir í ljós að grunur sé um eignaspjöll, slys, slagsmál eða mögulega refsiverða háttsemi þar sem börn koma við sögu skal forsjáraðilum þeirra barna gert viðvart og þeim gerð grein fyrir möguleika á því að fá að vera viðstaddir skoðun á efni ásamt lögreglu.