Fundir

Fundir

Aðstaðan

Laugardalshöllin hefur marga möguleika þegar kemur að viðburðahaldi. Íþróttaviðburðum, fundum, veislum og/eða námskeiðum og kennslu.  Í Laugardalshöll eru auk stóru salina tveggja fjórir aðrir salir sem rúma allt að 250 manns.  Eins henta anddyri Hallarinnar fyrir ýmsar uppákomur. Aðgengi að Laugardalshöll gerir Höllina að frábærum kosti fyrir hina ýmsu viðburði og sveigjanleiki við útfærslu á viðburðum og veitingamálum er til fyrirmyndar.

  • Salur A: Laugardalshöll
  • Salur B: Frjálsíþróttahöll
  • Salur 1:   Fullbúinn ráðstefnusalur (bíóbekkir), fullbúinn hljóð- og myndbúnaði
  • Salur 2:  120 fermetra salur, fullbúinn hljóð- og myndbúnaði
  • Salur 3    150 fermetra salur, fullbúinn hljóð- og myndbúnaði
  • Salur 4:  150 fermetra salur, fullbúinn hljóð- og myndbúnaði
    • Hægt er að opna á milli salana þriggja, 2,3 og 4 og saman mynda þeir sal sem rúmar allt að 400 ráðstefnugesti eða 250 gesti við hringborð.

Salernisaðstaða og aðstaða til veitingasölu er góð.   Aðkoma að húsinu og bílastæði eru til fyrirmyndar, sjá hér! Bílastæði eru ókeypis við Laugardalshöll.

Fundir

Myndir

Heyrðu í okkur ef þig vantar topp aðstöðu fyrir viðburð