Þegar kemur að íþróttaviðburðum býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta keppnis og æfinga-aðstöðu fyrir íþróttaviðburði af ýmsum toga. Hver viðburður er unninn í samvinnu við viðburðahaldara og aðlagaður að þörfum hvers og eins.
Fyrir íþróttaviðburði íþróttagreina sem heyra undir starfsemi ÍSÍ ber viðburðahaldara að hafa samband við ÍBR um bókun á viðburðadegi.
Fyrir þær íþróttagreinar sem heyra ekki undir starfsemi ÍSÍ ber viðburðahaldara að hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina um bókun á viðburðadegi.
Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband á netfangið ish@ish.is
Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála Íþrótta og sýningahallarinnar, hvort heldur sem um ræðir viðburð sem heyrir undir eða utan starfsemi ÍSÍ.