Viðburðahald

Viðburðahald

Íþróttir

Þegar kemur að íþróttaviðburðum býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta keppnis og æfinga-aðstöðu fyrir íþróttaviðburði af ýmsum toga. Hver viðburður er unninn í samvinnu við viðburðahaldara og aðlagaður að þörfum hvers og eins.

Fyrir íþróttaviðburði íþróttagreina sem heyra undir starfsemi ÍSÍ ber viðburðahaldara að hafa samband við ÍBR um bókun á viðburðadegi.

Fyrir þær íþróttagreinar sem heyra ekki undir starfsemi ÍSÍ ber viðburðahaldara að hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina um bókun á viðburðadegi.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála Íþrótta og sýningahallarinnar, hvort heldur sem um ræðir viðburð sem heyrir undir eða utan starfsemi ÍSÍ.

Nánar
Viðburðahald

Sýningar, ráðstefnur, veislur & viðburðir

Aðstaðan í Laugardalshöll er eftirsóknarverð þegar kemur að fjölbreyttu viðburðahaldi af ýmsum toga þar sem Laugardalshöll er flaggskip húsa þegar kemur að viðburðahaldi, en Laugardalshöll rúmar allt að 11.000 manns í einu.

Þegar kemur að viðburðahaldi býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta aðstöðu og margþættar útfærslur við ráðstefnur, sýningar, veislur og viðburði.

Aðstaðan er vinsæl þegar kemur að stórum árshátíðum enda stærsta hús sinnar tegundar með fyrirmyndaraðstöðu til veisluhalds, hvort heldur um ræðir sitjandi borðhald og eða standandi veisluhöld. Forrými og veislusalir gefa engin merki um að íþróttastarf fari fram daglega enda engar merkingar og eða auglýsingar að sjá. Þess bera að geta að aðgengi er mjög gott að salernum og næg bílastæði eru í nærumhverfi við Laugardalshöll.

Auk stóru salanna tveggja, Hallarinnar og Frjálsíþróttahallarinnar eru fjórir salir sem rúma allt frá 50 – 300 manns til sitjandi borðhalds og henta vel fyrir  ýmsa viðburði. Salirnir fjórir hafa að bjóða hljóðkerfi fyrir talað mál og skjávarpa og uppröðun í sal er útfærsluatriði og unninn í samvinnu við viðburðahaldara og aðlagaður að þörfum hvers og eins.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina og senda fyrirspurnir á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála Íþrótta og sýningahallarinnar.

Nánar
Viðburðahald

Veislur

Nánar
Viðburðahald

Tónleikar

Þegar kemur að viðburðahaldi býður Laugardalshöll uppá fjölbreytta aðstöðu og margþættar útfærslur fyrir tónleikahald. Hver viðburður er unninn í samvinnu við viðburðahaldara og aðlagaður að þörfum hvers og eins.

Höllin tekur á móti 5.000 tónleikagestum, þar af 1.283 í stúku og restin standandi á gólfi. Útfærsla möguleg á sitjandi tónleikum með allt að 2.300 stóla á gólfi og 1.283 sætum í stúku.

Frjálsíþróttahöllin tekur á móti 10.000 tónleikagestum, þar er engin stúka en útfærsla er möguleg fyrir sitjandi tónleika fyrir allt að 5.000 tónleikagesti.

Salir 1, 2, 3 og 4 koma einnig til greina fyrir tónleikahald, allt frá 80 – 300 sitjandi tónleikagesti.

Fyrir allar frekari upplýsingar skal hafa samband við Íþrótta og sýningahöllina á netfangið ish@ish.is

Þegar viðburðadagur er bókaður mun viðburðahaldari fá samning í hendurnar til að samþykkja bókunar og greiðsluskilmála Íþrótta og sýningahallarinnar.

Nánar

Heyrðu í okkur ef þig
vantar topp aðstöðu
fyrir viðburð