Íþrótta- og sýningarhöllin (ÍSH) er rekstraraðili Laugardalshallarinnar.
Laugardalshöll er fjölnota íþrótta og sýningahöll og telur um 20.000 fermetra.
Í Laugardalshöll fer fram mjög fjölbreytt íþróttasttarf en í Höllinni eru daglega iðkaðar æfingar í hanbolta, körfubolta og í blaki og frjálsar íþróttir iðkaðar í Frjálsíþróttahöllinni. Einnig er fyrirmyndaraðstaða í þreksal fyrir iðkendur sem æfa daglega í Laugardalshöll og í sölum 2 & 4 fer fram tímabundin danskennsla. Árlega heimsækja um 360.000 manns Laugardalshöll í þeim tilgangi að sækja æfingar eða upplifa viðburði af ýmsum toga.
Bróðurpart hvers árs fer fram skipulögð íþróttastarfsemi á vegum Reykjavíkurborgar (ÍBR/ÍTR) í Laugardalshöllinni, ásamt tilfallandi stórleikjum og stærri íþróttaviðburðum. Flestir landsleikir og stærri íþróttakappleikir landsins sem leiknir eru innanhúss fara fram í Laugardalshöll sem þekkt er fyrir að vera þjóðarleikvangur Íslendinga.
Í Laugardalshöll fer einnig fram mikil og fjölbreytt starfsemi frá morgni til kvölds, allan ársins hring en að auki íþróttaiðkunar á vegum ÍBR/ÍTR fer fram íþróttakennsla á öllum skólastigum, frá barnaskóla til Háskóla. Aðstaðan í Laugardalshöll er eftirsóknarverð þegar kemur að fjölbreyttu viðburðahaldi af ýmsum toga þar sem Laugardalshöll er flaggskip húsa þegar kemur að tónleikahaldi, ráðstefnum og sýningum, en húsið rúmar allt að 11.000 manns í einu.
Aðstaðan er einnig vinsæl þegar kemur að stórum árshátíðum enda stærsta hús sinnar tegundar með fyrirmyndaraðstöðu til veisluhalds, hvort heldur um ræðir sitjandi borðhald og eða standandi veisluhöld. Forrými og veislusalir gefa engin merki um að íþróttastarf fari fram daglega enda engar merkingar og eða auglýsingar að sjá. Þess bera að geta að aðgengi er mjög gott að salernum og næg bílastæði eru í nærumhverfi við Laugardalshöll.