Hér finnur þú svör við helstu spurningum tengt heimsókn þinni í Laugardalshöll.
Staðsetning
Laugardalshöllin er staðsett í Laugardalnum í hjarta Reykjavíkur. Almenningssamgöngur eru í göngufæri. Heimilsfang: Laugardalshöllin, Engjavegi 8, 104 Reykjavík, Ísland.
Miðasala
Miðasala á viðburði í Laugardalshöll eru á vegum viðburðahaldara hverju sinni. Miðasala fer ýmist fram á tix.is, midix.is eða stubbur.is sem dæmi. Gestir þurfa oftast að skanna miða sinn við innkomu og í stúkur, gestir eru hvattir til að hafa miðana tilbúna og geyma þá allan viðburðinn.
Gisting
Laugardalshöllin er mjög vel staðsett í Laugardalnum og er nálægt mörgum hótelum sem eru í göngufæri.
Bílastæði
Í Laugardal eru yfir 1700 bílastæði gestum að kostnaðarlausu. Almennt eru gestir hvattir til að nota almenningssamgöngur eða koma gangandi/hjólandi.
Aðstaða fyrir fatlaða
Aðkoma gesta í hjólastól er í gegnum inngang A. Lyfta hússins er í anddyri A og aðgengileg inn á flestar hæðir. Salerni fyrir fatlaða er á neðstu hæð í anddyri A eða á milligangi á 1. hæð.
Salerni
Salernisaðstaða í Laugardalshöll er einkar góð og salerni fyrir fatlaða í flestum rýmum.
Hjól
Hægt er að leggja hjólum í sérstök hjólastæði við inngang F.
Skyndihjálp
Gæsluliðar með skyndihjálparréttindi eru starfandi á flestum viðburðum í Laugardalshöll.
Matur og drykkur
Ekki er heimilt að koma með mat eða drykk á viðburði í Laugardalshöll. Viðburðahaldari hverju sinni sér um framboð matar og drykkjar á viðburðum. Sjálfssali með drykkjum og ýmsu mauli er staðsettur við Þjónustuborð og opinn á opnunartíma.
Greiðslur
Hægt er að greiða með helstu greiðslukortum og íslenskum peningum.
Reykingar
Reykingar (þ.m.t. rafreykingar) eru ekki leyfðar inn í Laugardalshöll.
Dýr
Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr í Laugardalshöll.
Töskur/bakpokar
Aðeins er leyfilegt að koma með litlar töskur á viðburði, ekki stóra bakpoka eða ferðatöskur.
Hraðbankar
Engir hraðbankar eru í Laugardalshöll.
Myndavélar/spjaldtölvur
Ekki er leyfilegt að koma með faglegan ljósmyndabúnað á viðburði í Laugardalshöll. Undantekning er gerð fyrir fjölmiðla.
Börn
Börn eru ávallt velkomin í Laugardalshöll. Þó geta verið sérstök aldurstakmörk á viðburði sem forráðamenn þurfa að kynna sér hjá miðasöluaðila viðburðar.
Hleðslustöðvar
Engar hleðslustöðvar eru við Laugardalshöll
Flæði eftir viðburð
Að loknum viðburði geta gestir keyrt bæði til austurs og vesturs um Engjaveg. Stoppistöðvar Strætó eru næstar á Suðurlandsbraut sem er í göngufæri við Laugardalshöll.
Óskilamunir
Laugardalshöllin geymir óskilamuni sem hægt er að athuga með á þjónustuborð alla virka daga. Farið er reglulega með ósótta óskilamuni í Rauða krossinn og síma/skilríki/gleraugu/lykla til Lögreglunnar í Reykjavík. Ekki er borin ábyrgð á persónulegum munum gesta fyrir, á meðan og/eða eftir að viðburði lýkur.
Opnunartími
Opnunartími á viðburðum er mismunandi milli viðburða. Hefðbundið er að Laugardalshöll opni 1-2 klst. fyrir viðburð. Upplýsingar um opnunartíma gefur miðasölufyrirtæki viðburðarins.